Moby hringjasjal – PewterMoby hringjasjölin eru glæsileg og virka vel, þau eru gerð úr hágæða bómull.
Það er auðvelt að nota hringjasjal og það býður bæði upp á að bera barnið framan á sér og á mjöðm. Moby hringjasjölin eru saumuð úr tvöföldu Muslin sem er fínofin, létt bómull sem andar sérlega vel. Moby hringjasjalið er hin fullkomna samsetning af glæsileika, einfaldleika, stuðningi og stíl.
Þetta sjal er gert úr sama efni og við þekkjum best frá taubleyjum og gubbuklútum. Muslin er lekkert og mjúkt bómullarefni með mikilli öndun sem gerir barnaburðinn sérlega þægilegan.
Hringjasjal er sérlega hentugur kostur fyrir foreldra sem vilja bera barnið framan á sér eða á mjöðm, og vilja að það sé bæði fljótlegt og auðvelt að setja sjalið á sig.
Fullkomið til að setja á sig þegar maður er að flýta sér.
Fyrir nýfædd börn og stærri börn
3,6kg til 20,4 kg
Ein stærð fyrir alla
Má þvo í þvottavél, sjá þvottaleiðbeiningar á sjali.