Þú finnur svörin hér 😊

Algengar spurningar

Birt:

6. mars 2024

Wolt

Iceland

Hvað er Wolt? Wolt er heimsendingaþjónusta sem tengir saman svanga viðskiptavini, veitingastaði, matvörubúðir og verslanir, og sjálfstætt starfandi sendla. Þú einfaldlega býrð til aðgang í appinu eða á vefnum, velur það sem þú vilt og færð pöntunina senda heim, hratt og örugglega. Þú færð upplýsingar um stöðu pöntunarinnar í rauntíma, og sérð staðsetningu sendilsins á öllum stigum pöntuninnar. Hvenær fer Wolt í loftið á Íslandi? Við erum farin í loftið! 🚀 Núna getur þú loksins valið þitt uppáhald og fengið það sent heim að dyrum. Af hverju Ísland? Wolt býður notendum í 23 löndum í Evrópu upp á skilvirkar heimsendingar á öllu milli himins og jarðar. Wolt starfar í mun smærri og fámennari borgum en Reykjavík, þannig að við erum handviss um að við getum boðið upp á hágæða þjónustu hér. Okkar reynsla af eyjum er einnig einstaklega góð, þar sem samspil heimamanna og ferðamanna spilar stóran þátt í skilvirkni þjónustunnar. Opnun Wolt á Íslandi hefur staðið lengi til og við getum ekki beðið eftir því að byrja! Hvað kostar heimsendingin? Lágmarksheimsendingakostnaður er 499kr og hámarksheimsendingakostnaður er 1249kr. Heimsendingargjaldið tekur mið af vegalengdinni sem sendillinn þarf að ferðast frá staðnum þar sem pöntunin er sótt og heim til þín. Á hvaða svæði sendið þið heim? Við sendum í öll hverfi Reykjavíkur, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnes, Hafnarfirði og nú til Mosfellsbæjar! Við stækkum svæðið okkar mjög reglulega og stefnum á allt landið 🤩 Hvernig gerist ég Wolt sendill? Við erum að taka á móti umsóknum eins og stendur og hvetjum öll til að sækja um. Þú getur sótt um á umsóknarvefnum okkar, https://explore.wolt.com/is/isl/couriers. Ég er með fleiri spurningar, hvert get ég leitað? Ekki hika við að senda okkur línu á Facebook eða Instagram 😊