Prótein poppið er með 19% prótein sem gerir það að eina poppinu í heiminum sem er með svona mikið prótein magn. Próteinið kemur frá íslenskum bændum og er unnið úr mysu frá Mjólkursamlagi Kaupfélagi Skagfirðinga.
Maísinn í prótein poppi er sérræktaður og er kallaður „hvíti maísinn“, hann er trefjaríkur, inniheldur einnig flókin kolvetni og er sykurlaus. Próteinpopp er poppað í heitum loftstraumi sem eykur gæði þess og síðan er kókosolíu sem hituð hefur verið í 30° úðað á poppkornið ásamt orkupróteini.
Innihald: Hvítur maís, kókosolía, mysuprótein (13%), salt.
Næringargildi í 100g:
Orka 1945 KJ / 465 kcal
Fita 22g
– þar af mettuð fita 17g
Kolvetni 43g
– þar af sykurtegundir 1,3g
Trefjar 9,9g
Prótein 19g
Salt 1,5g